Líflegur og fjölbreyttur spiladagur

Miðvikudaginn 12. febrúar var uppbrotsdagur í skólanum sem var að þessu sinni spiladagur. Boðið var upp á spil og leiki um allan skóla. Nemendur gátu skráð sig í hópa og spilað á spil, farið í borðspil, bingó, borðtennis, pílu, skák og margt fleira. Allir tóku þátt af lífi og sál og það var líf og fjör um allan skólann.

Í fyrsta hléi dagsins tóku þau Elín Snæbrá og Guðjón Þorgils lagið á sal en þau voru í tveimur efstu sætunum í söngkeppni nemendafélagsins sem haldin var á dögunum. Í hádeginu var svo matartorg þar sem boðið var upp á fjölbreyttar veitingar. Þau Jón Jónsson og GDRN mættu svo á svæðið og tóku nokkur lög og myndaðist mikil stemning í salnum. Það er óhætt að segja að þessir frábæru listamenn hafi farið á kostum og salurinn söng og dansaði með í hverju lagi.

Hér er veglegt myndasafn frá spiladeginum.