Grímuskylda hefur nú tekið gildi í FS samkvæmt boði sóttvarnaryfirvalda. Nemendur og kennarar eru vinsamlegast beðnir um að fylgja reglum um grímuskyldu í skólabyggingunni.
Nemendur eru hvattir til að mæta með sínar eigin grímur en einnig verður hægt að fá grímur í skólanum, við innganga og/eða á skrifstofu. Mikilvægt er að bera grímu allan tímann sem dvalið er í skólanum og passa jafnframt að halda eins metra fjarlægð milli manna.
Því er upplagt að kynna sér rétta grímunotkun á covid.is. Einnig er mikilvægt að passa vel uppá handþvott og spritta hendur þegar komið er í skólann en spritt standar eru við alla innganga.
Við viljum árétta við ykkur þau fyrirmæli sóttvarnaryfirvalda að þið haldið ykkur heima ef þið sýnið einhver flensueinkenni. Þá tilkynnið þið veikindi á INNU. Ef einhver þarf að fara í sóttkví er mikilvægt að skólinn fái þær upplýsingar ef grípa þarf til einhverra ráðstafana.
Sjá nánari upplýsingar frá
Mennta- og menningarmálaráðuneytinu HÉR
Upplýsingar um rétta notkun og förgun á grímum.