Allir sem ætla að útskrifast í lok vorannar þurfa að fara í viðtal hjá áfangastjórum, Elínu Rut eða Guðmundi Grétari. Þar er farið yfir feril hvers nemanda og hvaða greinar þarf í stundatöflu til að ná að ljúka námi í vor. Athugið að það komast aðeins 7 áfangar fyrir í stundatöflunni.
Hægt er að panta viðtal með því að smella hér.
Opnað verður fyrir stundatöflur um kl. 11:00 miðvikudaginn 3. janúar og byrja viðtölin í framhaldinu eða frá kl. 13:00. Athugið að skoða vel stundatöfluna þegar opnað hefur verið fyrir INNU og áður en mætt er í viðtal. Áfangastjórar munu breyta stundatöflum eftir því sem þörf er á og hægt er hverju sinni. Í viðtalinu verða nemendur einnig skráðir til útskriftar vorið 2024.
Þessir bóka tíma hjá Elínu:
- allir nemendur á stúdentsbrautum, öllum stúdentsleiðum.
Þessir bóka tíma hjá Guðmundi:
- nemendur sem eru að útskrifast úr verknámi s.s. húsasmíði, rafiðnum eða vélstjórn
- nemendur á tölvufræðibraut
- nemendur á sjúkraliðabraut
Panta viðtal hjá áfangastjóra