Hjónin Margrét Lára Viðarsdóttir og Einar Örn Guðmundsson komu í heimsókn til afreksíþróttalínu þriðjudaginn 1. nóvember.
Margrét Lára, sem er sálfræðingur og íþróttafræðingur að mennt, fór yfir mikilvægi andlegs styrks til að takast á við streitu, erfiðleika eða mótlæti í íþróttum. Hún fór yfir nokkra þætti sem íþróttamennirnir sjálfir geta hugað að til þess að auka líkur á árangri og aukið ánægju þeirra á æfingum eða í leikjum.
Einar Örn er sjúkraþjálfari en hann fór yfir helstu áhættuþætti ofþjálfunar og álagsmeiðsla. Þá ræddi hann um mikilvægi samskipta milli þjálfara, leikmanna og foreldra til þess að draga úr álagi og vera vakandi fyrir viðvörunarbjöllum vegna mögulegs ofálags. Einnig fór Einar Örn yfir skaðsemi orkudrykkja og mikilvægi hvíldar, endurheimtar, sjálfsmeðferðar og svefns fyrir íþróttafólk.
Fyrirlesturinn var mjög fræðandi og áhugaverður og voru nemendur mjög ánægð og fylgdust með af áhuga. Þær Saga Rún, Kristrún og Esther Júlía voru áfram eftir að fyrirlestrinum lauk og komu með nokkrar spurningar á hjónin.