FS er í samstarfi við AFS á Íslandi og býður nemendum skólans upp á tækifæri á að fara sem skiptinemar á Erasmus+ styrk og þar með endurgjaldslaust fyrir þau. Á móti aðstoðum við AFS við að finna fósturfjölskyldur fyrir væntanlega skiptinema sem koma til Íslands. Nú leitum við að fjölskyldu fyrir Abderahmen Chnitir (2008) frá Belgíu. Abderahmen kemur til Íslands í ágúst og mun dvelja hér í 10 mánuði.
Abderahmen kemur frá Belgíu og er 15 ára gamall. Hann býr í Brussel með foreldrum sínum og fimm systkinum sem eru flest yngri en hann. Abderahmen er metnaðargjarn, glaðvær, en rólegur ungur strákur. Uppáhalds fögin hans eru efnafræði, eðlisfræði og líffræði. Hann hefur líka áhuga á tungumálum og talar arabísku, frönsku og einhverja ensku. Hann hefur líka gaman af íþróttum og æfir hnefaleika og glímu. Hann er múslimatrúar og vill geta iðkað trú sína reglulega og því fylgir að borða halal mat (en hann er tilbúinn til þess að vera fiskiæta/pescatarian á meðan dvöl stendur). Hann er með kattaofnæmi en önnur dýr á heimilinu ættu að vera í lagi.
Abderamen hlakkar til að kynnast íslenskri menningu og prófa að vera í skóla á Íslandi.
Áhugasamir hafi samband við Hörpu Kristínu, verkefnastjóra erlendra samskipta (harpa.einarsdottir@fss.is).