Foreldrafélagið kom færandi hendi

Miðvikudaginn 19. mars afhenti Foreldrafélag FS styrki vegna þátttöku nemenda í framhaldsskólakeppnum en það var Guðný Birna Guðmundsdóttir sem afhenti styrkina fyrir hönd félagsins. Elín Snæbrá Bergsdóttir fékk styrk vegna Söngkeppni framhaldsskólanna og Málfundafélagið Kormákur fékk sömuleiðis styrk vegna þátttöku í mælsku- og rökræðukeppninni MORFÍS og tók Sóley Halldórsdóttir við styrknum. 
 
Sunnudaginn 23. mars keppir MORFÍS-lið skólans gegn liði Fjölbrautaskólans í Garðabæ í 8 liða úrslitum keppninnar og verður viðureignin á okkar heimavelli á sal skólans. Söngkeppni framhaldsskólanna verður laugardaginn 12. apríl í Háskólabíó og verður Elín Snæbrá okkar fulltrúi þar eftir að hafa sigrað í Hljóðnemanum, söngkeppni NFS.
 
Á myndinni eru Kristján Ásmundsson skólameistari, Elín Snæbrá, Sóley, Hermann Borgar Jakobsson formaður NFS og Guðný Birna.