AFS leitar að fjölskyldum til þess að taka við skiptinemum í haust

AFS leitar nú að fjölskyldum til þess að taka við skiptinemum í haust. Á hverju ári taka 10.000 AFS fjölskyldur, í 54 löndum þar sem AFS starfar, á móti skiptinemum. Fjölmargar íslenskar fjölskyldur hafa þegar opnað heimili sitt og mæla eindregið með þeirri reynslu og hvetja fólk sem hefur áhuga á að kynnarst borgurum heimsins að bjóða skiptinema inn í líf sitt.

 AFS eru félagasamtök sem aðstoða nema við að fara til skóladvalar erlendis og taka einnig á móti nemum erlendis frá í gegnum önnur AFS lönd. Fyrir þá nema sem koma til Íslands þarf að finna fyrir þá fjölskyldur sem eru tilbúnar að opna heimili sitt fyrir þeim. Í ár hefur gengið illa við að finna fjölskyldur til að taka þátt í þessu, von er á 25 nemum frá 15 löndum í ágúst.

Hér er linkur inn á heimasíðu AFS þar sem er stutt kynning á þeim nemum sem vantar enn fjölskyldur.

https://www.afs.is/fosturfjolskyldur/skiptinemar-a-islandi-2024/

https://www.afs.is/fosturfjolskyldur/#afs-nav-hvernig-saekir-madur-um 

Ef áhugi er fyrir hendi er best að hafa samband beint við Sólveigu Vilhjálmsdóttur hjá AFS: solveig.vilhjalmsdottir@afs.org

Allt sem þarf er hjartarými, löngun til að læra eitthvað nýtt og sveigjanleika.