Elín Snæbrá vann Hljóðnemann

Hljóðneminn, söngkeppni NFS, fór fram á sal fimmtudaginn 30. janúar. Mætingin var góð og frábær stemmning í salnum. Níu keppendur tóku þátt og stóðu sig svo sannarlega allir með prýði. Dómnefndin var að sjálfsögðu skipuð úrvalsfólki en það voru þau Magnús Már Newman, Róbert Andri Drzymkowski og Kristjana Hrönn Árnadóttir.

Eftir skemmtilega keppni var það Elín Snæbrá Bergsdóttir sem fór með sigur af hólmi. Hún söng lagið Picture You með Chappell Roan. Í öðru sæti varð Guðjón Þorgils Kristjánsson og í þriðja sæti varð svo Magnús Orri Lárusson. Elín verður því fulltrúi skólans í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fer fram síðar í vor.

Í myndasafninu eru fleiri myndir frá Hljóðnemanum.