Andri Iceland í heimsókn

Andri Iceland heimsótti nemendur á afreksíþróttabraut og fræddi þá um öndun og slökun. Andri fjallaði um hugtökin "öndun", "hugarfar" og "kæling". Hann byrjaði í íþróttahúsinu með fyrirlestur um öndun auk þess sem nemendur tóku nokkrar æfingar. Nemendur fóru síðan í sundlaugina þar sem þau fóru í kalda pottinn undir leiðsögn Andra. Nemendur lærðu þar að slaka á í köldu vatninu. Hægt er að sjá meira um Andra og hans starf á vefsíðu hans: https://is.andriiceland.com/.