Af Íslandsmóti iðnnema

Nemendur okkar stóðu sig með prýði á Íslandsmóti iðnnema sem haldið var í Laugardalshöll um helgina samhliða framhaldsskólakynningunni Mín framtíð. Nemendur okkar kepptu í háriðnum, húsasmíði, rafiðnum og forritun.
 
Valgerður Amelía Reynaldsdóttir varð Íslandsmeistari í fantasíugreiðslu með víkingaþema en hún er á 2. önn í háriðnum. Aleksander Klak varð í 2. sæti í forritun og Aron Kristinsson varð í 3. sæti í rafiðnum.

Þess má geta að tveir fyrrum nemendur okkar urðu Íslandsmeistarar í sínum greinum. Berglind Elma Baldvinsdóttir vann keppni í fantasíugreiðslu með með Bridgerton-þema en hún lauk grunnnámi í hárgreiðslu hér en er nú á 5. önn í Tækniskólanum. Helgi Líndal Elíasson varð í 1. sæti í gullsmíði en hann stundar einnig nám í Tækniskólanum eftir að hafa lokið stúdentsprófi af listnámsbraut frá FS.
 
Framhaldsskólakynningin Mín framtíð fór einnig fram í Laugardalshöllinni þessa helgi. Við tókum að sjálfsögðu þátt og vorum einn 25 skóla sem kynntu starfsemi sína