Á skíðum skemmti ég mér...

Fimmtudaginn 13. mars skellti nemendur í vetraríþróttaáfanga sér í Bláfjöll. Andrés, kennari áfangans, leiddi hópinn og hafði aðra skíðakempu úr kennarahópnum, hann Jóhann, með sér til halds og trausts. Nemendur skemmtu sér vel og brunuðu niður brekkurnar á skíðum og brettum. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir sem nemendur og kennarar tóku í fjallinu. Slegið var upp ljósmyndakeppni en þar fór fyrsta myndin í syrpunni með sigur af hólmi en hún sýnir tvo nemendur halda á þeim þriðja á hvolfi.