Lokaskýrsla
Dagskrá 2012-2013
- 20. ágúst - Guðrún Geirsdóttir.
Er kominn tími til að endurskoða gömlu kennsluáætlunina?
- 8. nóvember - Vinnufundur
Hvað þarf til að styrkja sköpunarhæfni nemenda?
- 4. janúar - Ingvar Sigurgeirsson.
Að meta á marga vegu! - Námsmat
- 31. janúar
Farið yfir þróunarverkefni annarinnar.
- 28. febrúar - Sólrún Guðjónsdóttir FSN.
Notkun leiðarbóka í kennslu.
- 14. mars
Vinnustofa í Moodle.
- 12. apríl
Stöðufundur. Farið yfir stöðu verkefnanna.
- 23. maí
Málþing
Um verkefnið
Skólaþróunarverkefnið nær yfir tveggja ára tímabil. Verkefnið miðar að því að gera FS að skemmtilegri skóla sem nemendum og starfsfólki líður vel í. Fjölbreyttar aðferðir verða notaðar við að ná þessu fram og verður mikil áhersla lögð á hvers konar nýsköpun í námsumhverfinu til að ná markmiðunum. Kennarar og starfsfólk munu vinna að fjölbreyttum verkefnum sem tengjast nýsköpun í kennslu, námi og skólaumhverfinu með það að markmiði að styrkja nemendur og efla sjálfstraust þeirra, vinnugleði, sjálfstæð vinnubrögð og gagnrýna hugsun. Þá er markmiðið líka að styrkja kennarahópinn faglega og stuðla að þróun hans í starfi. Ingvar Sigurgeirsson hefur tekið að sér að vera ráðgjafi við undirbúning og framkvæmd verkefnisins. Verkefnin sem unnið verður að snúa m.a. að þróun og nýjungum í námsmati, þverfaglegri verkefnagerð, þróun og nýjungum í kennsluaðferðum, námskrárgerð, bekkjarstjórnun, þróun á notkun Moodle, Facebook og MindManager í kennslu og þátttöku nemenda í samfélagsþjónustu.
Tvö málþing verða haldin til að kynna afrakstur verkefnisins, fyrst í lok skólaárs 2012 og svo í lok skólaársins 2013. Fyrra þingið verður hugsað fyrir kennara og starfsfólk FS en það seinna verður væntanlega opið fleirum. Upplýsingar um verkefnið, framgang þess og árangur munu birtast á heimasíðu skólans www.fss.is.
Ráðgjafi: Ingvar Sigurgeirsson, prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands er ráðgjafi verkefnisins. ingvars@hi.is