Starfsþróunarverkefni 2018-2020

Starfsþróunarverkefni 2018-2020

Fjölbrautaskóli Suðurnesja hefur tekið þátt í þróunarverkefni um stoðkerfi við starfsþróun frá árinu 2018. Samstarfsráð um starfsþróun kennara og skólastjórnenda stendur að verkefninu. Stoðkerfi við starfsþróun merkir í raun fyrirkomulag eða skipulag sem styður við starfsþróun og er í þessu þróunarverkefni m.a. verið að prófa leið að stuðningi háskóla við starfsþróun kennara og skólastjórnenda. Kennarar þurfa góðar aðstæður og möguleika til stöðugrar og fjölbreyttrar menntunar og starfsþróunar. Í Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefur verið starfandi hópur starfsmanna sem vinnur að þróunarverkefnum, hittist sá hópur einu sinni í mánuði og ber saman bækur sínar. Þessir fundir eru hugsaðir sem jafningjastuðningur þar sem starfsmenn geta fengið ráð og leiðsögn í sínum verkefnum. Ráðgjafi frá HÍ hefur svo mætt á fundina, verið starfsmönnum og verkefnastjóra innan handar og gefið ráð. Meðfram þessu eru möguleikar starfsmanna til starfsþróunar kortlagðir innan skólans og nýjar leiðir prófaðar sem hópurinn hefur tekið þátt í að prófa. Má þar nefna lestur og umræður greina sem tengjast starfinu og heimsóknir í kennslustundir. Markmiðið með þessu er að þróa starfsþróunarmódel sem gæti mögulega nýst öðrum skólum.

Frá kynningu á Menntakviku 2020

 

Kynningarmyndbönd frá þátttakendum: 

  • Einar Trausti Óskarsson



  • Bogi Ragnarsson



  • Veska Andrea Jónsdóttir



  • Þórunn Svava Róbertsdóttir



  • Ægir Karl Ægisson



  • Hlynur Ómar Svavarsson