VOHR2VF05 - Vöðva- og hreyfifræði 1
Undanfari : Líffæra- og lífeðlisfræði 1 og 2
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Í þessum áfanga er farið í heiti og hlutverk vöðva, liða, liðbanda, sina og beina. Farið verður yfir uppbyggingu beinagrindar, tegundir liða og áhersla á upptök og festur vöðva. Fjallað verður um samstarf vöðva og liðamóta við framkvæmd hreyfinga. Fjallað verður um skurði, helstu áttar- og hreyfihugtök og snúningsöxla og notkun þeirra í hreyfingu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- upptökum og festum beinagrindarvöðva, heiti þeirra og virkni um liðamót
- uppbyggingu og virkni liða líkamans
- heiti beina og staðsetningu þeirra í beinagrind og tengingu við upptök og festur vöðva
- uppbyggingu líkamans og áhrif á líkamsstöðu og hreyfingu
- áttar- og hreyfihugtökum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- miðla upplýsingum um staðsetningu, upptök, festu og virkni beinagrindarvöðva til skjólstæðinga
- framkvæma grunnlíkamsstöðugreiningu og tengja hana við vöðva líkamans
- miðla upplýsingum um starf liða og beina
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- útskýra fyrir skjólstæðingum sínum starf vöðva í hreyfingum
- tengja saman starf vöðva og hreyfingu liða
- útskýra fyrir skjólstæðingum heiti beina og uppbyggingu beinagrindar
- afla sér frekari upplýsinga um starfsemi stoðkerfisins