VINS3HN05 - Vinnustaðanám í fótaaðgerðafræði 3
Undanfari : Fótaaðgerðarfræði 2, Hlífðarmeðferð 2, Meðferðafræði fóta 2, Spangartækni 2 og Vinnustaðanám 2
Í boði
: Haust
Lýsing
Áfanginn er með þeim hætti að inni í skólanum er fótaaðgerðarstofa og þangað getur skjólstæðingur pantað sér tíma til að fá þá meðhöndlun sem hann óskar eftir eða ráðgjöf vegna fótameina sinna. Ætlast er til að nemandinn sé orðinn nokkuð fær í að gera allar greiningar og geti sagt kennara hvaða vinnuaðferð hann ætli að nota og ráðlagt skjólstæðing hvernig best sé að meðhöndla fæturna heima. Unnið er heildstætt verkefni þar sem nemandi velur sér sérsvið, s.s. í fótum sykursjúkra, gigtveikra, barna, íþróttamanna eða slasaðra og gerir hann greiningu á viðkomandi fótameini, meðferðaráætlun, smíðar sjálfur þau hjálpartæki sem þörf er á, útbýr fræðsluefni fyrir sjúkling og metur þörfina á eftirfylgni. Nemandinn þarf að meta hvað getur farið úrskeiðis og hvað er til ráða. Enn fremur heldur hann dagbók/skýrslu í samræmi við fyrirmæli landlæknis. Nemendur fá þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum og nota ferilbók til að halda utan um og fara yfir hvaða þjálfun og fótamein þeir hafa unnið með. Farið er í vettvangsferðir á þá staði sem veita nemendum innsýn í störf fótaaðgerðafræðinga og leitast verður við að fá heilbrigðisstofnanir í samstarf til að vísa skjólstæðingum til skóla.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mikilvægi trúnaðar og þagnarskyldu við skjólstæðing.
- siðareglum.
- vinnuaðstæðum á fótaaðgerðastofu.
- mismunandi tegundum fótameina.
- störfum fótaaðgerðafræðinga.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- sýna færni í störfum fótaaðgerðafræðinga.
- virða siðareglur.
- smíða sjálfur þau hjálpartæki sem þörf er á.
- útbúa fræðsluefni fyrir sjúkling og meta þörfina á eftirfylgni.
- sinna skýrslugerð í samræmi við fyrirmæli landlæknis.
- tengja bóklegt og verklegt nám í starfi.
- vinna sjálfstætt og geta brugðist á réttan hátt við aðstæðum sem skapast geta á vinnustað hverju sinni.
- umgangast skjólstæðinga sína og aðstandendur þeirra af þroska og með varfærni.
- gefa fræðslu og faglega ráðgjöf og vinna forvarnarstarf.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- ákveða og veita fullnægjandi meðferðarúrræði fótameina.
- vera meðvitaður um öryggi á vinnustað, mikilvægi hreinlætis og smitvarnir.
- æfa sig í að skipuleggja, framkvæma og meta eigin vinnu í samræmi við viðurkennda gæðastaðla.
- meta hvað getur farið úrskeiðis og hvað er til ráða.
- sýna fram á heildstæða yfirsýn um greiningu, meðferðarúrræði, eftirfylgni og fræðslu á fótameini að eigin vali.
- geta gert greiningu viðkomandi tegund fótameins.
- geta valið meðferðarúrræði fyrir viðkomandi tegund fótameins.
- geta útbúið tilheyrandi hjálpartæki fyrir viðkomandi tegund fótameins.
- geta ákveðið viðeigandi eftirfylgni fyrir viðkomandi tegund fótameins.
- geta haldið dagbók/sjúkraskrá í samræmi við fyrirmæli landlæknis og lagaumhverfi heilbrigðisstétta.
- geta ákvarðað helstu vandamál sem upp geta komið við viðkomandi meðferð, hvers ber að gæta og hvað sé til ráða.
- geta skilgreint viðfangsefni, skipulagt vinnuferli, aflað og unnið úr upplýsingum, tengt saman bóklegt og verklegt nám og komið frá sér niðurstöðum á vandaðan hátt.
- geta útbúið fræðslu- og kynningarefni fyrir sjúkling sem hefur tiltekna tegund fótameins.