VINS3FN05 - Vinnustaðanám í fótaaðgerðafræði 2
Undanfari : Fótaaðgerðarfræði 2, Hlífðarmeðferð 2, Meðferðarfræði fóta 2, Spangartækni 2 og Vinnustaðanám 1
Í boði
: Haust
Lýsing
Áfanginn er með þeim hætti að inni í skólanum er fótaaðgerðastofa og þangað getur skjólstæðingur pantað sér tíma til að fá þá meðhöndlun sem hann óskar eftir eða ráðgjöf vegna fótameina sinna. Nemandi fær þjálfun í greiningu og meðhöndlun fótameina undir handleiðslu kennara. Áhersla er lögð á þjálfun í að meðhöndla fótamein sykursjúkra, aldraðra og annarra sjúkdóma sem breyta lögun fótar og geta haft áhrif á annarskonar fótamein. Fætur aldraðra og sjúkra, þær breytingar sem geta átt sér stað í húð vegna öldrunnar og lyfja. Hvað ber að taka tillit til við meðferð og öðlist hæfni til að meta hvaða skjólstæðingum þarf að vísa til annarra fagaðila. Nemendur fá þjálfun í sjálfstæðum vinnubrögðum og nota ferilbók til að halda utanum og fara yfir hvaða þjálfun og fótamein þeir hafa unnið með. Mikilvægt er að allir nemendur fái að vinna með og kynnast sem flestum fótameinum og fótaformum. Farið er í vettvangsnám á þá staði sem veita nemendum innsýn í þessa sjúkdóma. Leitast verður við að fá heilbrigðisstofnanir í samstarf til að vísa skjólstæðingum til skóla.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- vinnuaðstæðum á fótaaðgerðastofu.
- mismunandi tegundum fótameina.
- fjölbreytileika fótameina.
- fjölbreytilegum og misflóknum meðferðarúrræðum.
- þeim störfum sem falla undir störf fótaaðgerðafræðinga.
- fótameinum sykursjúkra, gigtsjúkra og aldraðra.
- tengslum fótameina við sjúkdóma.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- sýna grunnfærni í störfum fótaaðgerðafræðinga.
- greina fótamein.
- tengja bóklegt og verklegt nám í starfi.
- vinna sjálfstætt og geta brugðist á réttan hátt við aðstæðum sem skapast geta á vinnustað hverju sinni.
- umgangast skjólstæðinga sína og aðstandendur þeirra af þroska og með varfærni.
- gefa fræðslu og faglega ráðgjöf.
- meðhöndla mismunandi fótamein undir handleiðslu kennara.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- þroska með sér ábyrgðartilfinningu.
- sýna hæfni í samskiptum við skjólstæðinga og samstarfsfólk.
- ákveða og veita fullnægjandi meðferðarúrræði fótameina.
- vera meðvitaður um öryggi á vinnustað, mikilvægi hreinlætis og smitvarnir.
- æfa sig í að skipuleggja, framkvæma og meta eigin vinnu í samræmi við viðurkennda gæðastaðla.
- geta meðhöndlað fótamein undir handleiðslu kennara.