VINS2FB06 - Vinnustaðanám háriðna 2

Undanfari : ?VINS1GB03
Í boði : Haust

Lýsing

Tilgangur vinnustaðanáms er að nemandinn öðlist aukna færni og reynslu í þjónustu við viðskiptavini, þjálfist í verktækni og faglegum vinnubrögðum við raunverulegar starfsaðstæður undir handleiðslu hársnyrtimeistara. Hér kynnist hann vinnustaðamenningu og samvinnu. Nemandinn fær reynslu í því hvað felst í því að vera fagmaður í hársnyrtiiðn og tekur þátt í daglegum störfum á hársnyrtistofu undir handleiðslu hársnyrtimeistara. Aukinn er grunnur að sjálfstæði, siðferðisvitund og gagnrýninni hugsun í námi.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • starfi fagmannsins á ólíkum sviðum
  • mikilvægi heilbrigðs lífstíls, góðra samskipta og framkomu
  • mikilvægi þess að setja sér persónuleg markmið
  • mikilvægi fagmannlegrar framkomu og góðra samskipta
  • þjónustu á vinnustað


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • mannlegum samskiptum
  • virðingu við ólíkt vinnuumhverfi og menningu
  • kurteisi og faglegri framkomu


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • framkvæma hárþvott og höfuðnudd á vinnustað
  • bera ábyrgð á verkfærum og áhöldum, sjálfum sér og öðrum
  • sýna sjálfstæði, siðferðisvitund og gagnrýna hugsun í námi