VINS1GB03 - Vinnustaðanám háriðna 1

Undanfari : Enginn
Í boði : Haust

Lýsing

Markmið áfangans er að kynna fyrir nemandanum sem flesta þætti fagsins og sem fjölbreyttastan starfsvettvang. Hér kynnist hann ólíkri vinnustaðamenningu og samvinnu en þetta er undirbúningur fyrir frekara nám í faginu. Nemandinn fær fræðslu um það hvað felst í því að vera fagmaður í hársnyrtiiðn og innsýn í daglegt starf á hársnyrtistofu. Lagður er grunnur að sjálfstæði, siðferðisvitund og gagnrýninni hugsun í námi.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • starfi fagmannsins á ólíkum sviðum
  • mikilvægi heilbrigðs lífstíls, góðra samskipta og framkomu
  • mikilvægi þess að setja sér persónuleg markmið
  • mikilvægi fagmannlegrar framkomu og góðra samskipta
  • þjónustu á vinnustað


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • mannlegum samskiptum
  • virðingu við ólíkt vinnuumhverfi og menningu
  • kurteisi og faglegri framkomu


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • framkvæma hárþvott og höfuðnudd á vinnustað
  • bera ábyrgð á verkfærum og áhöldum, sjálfum sér og öðrum
  • sýna sjálfstæði, siðferðisvitund og gagnrýna hugsun í námi