VIFR2FF05 - Viðskiptafræði - Fjármálafræði
Undanfari : Grunnáfangi á VH-braut
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Kennsla áfangans byggist á fyrirlestrum þar sem farið er yfir megin aðferðarfræði fjármálastjórnunar. Farið er í fjármálaútreikninga og dæmi í Excel. Nemendur vinna einstaklings- og hópverkefni heima og í tímum.
Niðurstöður hópverkefna kynna nemendur fyrir öðrum. Fjallað er um fjármál einstaklinga og helstu hugtök á sviði fjármála almennt, s.s. sparnaðarleiðir, fjárhagsáætlanir, vexti, verðtryggingu, ávöxtunarkröfu, skuldabréf, hlutabréf, greiðsluraðir, vísitölur og gengi. Áhersla er lögð á þjálfun í útreikningum. Fjallað er um markað fyrir helstu tegundir verðbréfa og meginatriði er varða mat á margvíslegum fjárfestingarkostum.
Nemendur nota Meniga við lausn verkefna við gerð fjárhagsbókhalds auk almenna notkun reiknivéla á heimasíðum banka.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu réttindum og skyldum launþega og verktaka
- almennum sparnaði, lífeyrisréttindum og viðbótarlífeyrissparnaði
- ýmsum skattgreiðslum og skatttekjum og útgjöldum hins opinbera
- hvað kostar að vera unglingur í dag, reka bíl og hvað þarf að huga að við kaup á eignum
- gengi gjaldmiðla, verðbólgu og hvernig verðbólga myndast og er mæld
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- reikna prósentur og fjármálaföll
- reikna álagningu, virðisaukaskatt og afslætti á vörum, afborganir, nafnvexti, raunvexti og verðbætur af lánum og gengismun erlendra gjaldmiðla
- færa almennt heimilisbókhald
- setja upp launaseðil og gera útreikninga þar að lútandi, svo sem lífeyrissjóð og staðgreiðslu skatta
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- geta lesið, greint, stjórnað og fjallað um fjárhagslega þætti sem hafa áhrif á efnahagslega velferð einstaklinga
- setja sér markmið í fjármálum og skoða hvernig tekst að ná þeim
- afla sér frekari þekkingar um fjármál og geta nýtt sér upplýsingatækni og netið við öflun upplýsinga og lausn verkefna sem tengjast fjármálaviðfangsefnum
- hafa yfirsýn og stjórn á daglegum fjármálum með einfaldri áætlanagerð