VFOR3LO05 - Vefforritun - Lokaverkefni
Undanfari : ?Óákveðið
Í boði
: Haust
Lýsing
Farið er nánar í hlutbundna forritun og nemendur vinna lokaverkefni þar sem byggt er á þekkingu frá fyrri áföngum. Nemendur búa til vefsíðu frá grunni eða með notkun ramma (e. frameworks). Nemendur læra að nota hluti sem hjálpa til við uppsetningu og viðhald gagnagrunna fyrir vefsíðu ásamt því að kynnast að senda gögn í rauntíma til notenda.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- aðferðafræði við skipulagningu á hugbúnaðarverkefni
- forritunarsöfnum
- hlutbundinni forritun
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skrifa skipulagsskýrslu fyrir hugbúnaðarverkefni
- vinna hugbúnaðarverkefni í sprettum út frá skipulagi
- hanna alla hluti vefsíðu í viðeigandi forriti
- forrita vefsíðu út frá hönnun
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- setja upp skipulag til að skipuleggja uppsetningu og útfærslu á stærra forritunarverkefni
- búa til vefsíðu með notkun servers, gagnagrunns og forrits
- búa til vefsíðu með Javascript ramma (e. framework) sem tengist við server, gagnagrunni og forriti