VFOR3BE05 - Vefforforritun - Bakendi
Undanfari : VFOR2FE05
Í boði
: Haust
Lýsing
Haldið verður áfram að vinna í forritunarmálinu Javascript til að búa til gagnvirkar vefsíður. Farið verður dýpra í forritunarmálið og nemendur fá að kynnast Javascript ramma (e. framework) til að hanna vefsíður. Unnar verða vefsíður með notkun ramma þar sem vefsíður eru skiptar niður í minni hluta (e. component). Nemendur munu nota forritasafn til að ná í gögn af netinu og birta það á vefsíðunni hjá sér.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- grunnatriðum í Javascript
- grunnatriði i ramma (e. framework) í Javascript
- notkun minni hluta (e. component) á vefsíðum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- forrita flóknari hluti í Javascript
- forrita vefsíðu með ramma (e. framework)
- hanna vefsíðu í minni hlutum (e. components)
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- búið til vefsíðu sem er gagnvirk
- búið til vefsíðu sem birtir gögn af netinu
- búið til vefsíðu sem nær í og uppfærir gögn