VÉLV3VA04(AV) - Vélvirkjun - Viðhald véla

Undanfari : VÉLS2VA04(BV)
Í boði : Haust

Lýsing

Aðalverkefni áfangans er vélarupptekt, losa strokklok, stimpil og slíf úr vél, gera slitmælingar á vélahlutum, finna út frávik frá upphaflegum málum sem upp eru gefin í bók um vélina, skrá upphafleg mál, núverandi mál og hver mismunur þeirra er, setja síðan saman að nýju og skila vél með stillta ventla. Semja skal skýrslu um allt ferlið ásamt slitmálsskýrslu. Einnig verða skoðaðar kælipressur, botn og síðulokar, dælur og þéttingar. Æfð verður afrétting skrúfuáss og gírs, hvernig staðið er að hífingum með vírstroffum. Einnig verður farið yfir virkni glussakerfis í krana og það teiknað upp. Farið verður yfir öryggisreglur við vélaviðgerðir. 


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • uppbyggingu véla og samsetningu vélahluta
  • aðferðum við að stilla saman vélar og vélbúnað
  • hlutverki og uppbyggingu forþjöppu og gangráðs
  • áhrifum hitabreytinga á þenslu vélahluta og hvernig brugðist er við þeim við hönnun vélbúnaðar
  • aðferðum og efnum sem notuð eru til að steypa undir vélar og tæki


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • meta ástand vélbúnaðar samkvæmt þjónustu- og viðhaldslýsingum
  • mæla og skoða búnað með tilliti til slits og leggja mat á slit í sveifar- og höfuðlegum dísilvéla


Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • vinna að upptektum á vélum og vélbúnaði
  • mæla upp skipsskrúfu og leggja mat á niðurstöður
  • leggja mat á dælur og dælikerfi sem þjónusta aflvélar með tilliti til viðhalds og upptektar
  • sinna umhirðu tannhjóla og vökvagíra
  • rétta af (lína saman) vél og drifbúnað
  • meta ástand brunahreyfla út frá niðurstöðum athugana, svo sem þjöppumælingu og mælingu á smurolíuþrýstingi