VÉLT3VB04(AV) - Véltækni 1
Undanfari : VÉLF2VB04(BV) og VÉLS3VB04(DV)
Í boði
: Haust
Lýsing
Megináhersla er lögð á nemendur öðlist færni og þekkingu á vélbúnaði með verkefnavinnu og greiningu mældra niðurstaðna. Sérstök áhersla er á varmafræði, varmajöfnuð og fræðilegar rannsóknir á aflfærslu til framdriftar skipa. Nemendur þjálfast í rekstri vélkerfa með því að gera varmafræðilegar athuganir og vinna úr þeim. Einnig er unnið að rannsóknum á varmaskiptum. Nemendur eiga að nýta sér námsefni undanfara og áunna fagþekkingu til að vinna verklegar æfingar og tilraunir sem hafa það hlutverk að auka skilning á einstökum þáttum fræðigreinarinnar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- nýtni og afldreifingu miðflóttakraftsdælu
- dælukennilínum, mótstöðukennilínum og stjórnun rúmtaksstreymis fyrir miðflóttaaflsdælu
- rannsóknum á varmafræðilegum eiginleikum varmaskiptis
- varmajöfnuði dísilvéla (unnið í hermi)
- álagslínuriti aðalvélar skips
- skrúfulínuriti (unnið í hermi)
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nota diagrammrannsóknir til að greina bilanir í dísilvélum (unnið í hermi)
- gera varmajöfnuð á dísilvél og leggja mat á niðurstöður
- lesa úr niðurstöðum varmajöfnuðar og varmaskiptavélbúnaðar
- setja niðurstöður mælinga og athugana fram í skýrsluformi
- afla upplýsinga um ástand lofttemprunarkerfa og vinna úr þeim
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- taka ákvarðanir um viðbrögð ef niðurstöður mælinga á vélbúnaði gefa tilefni til
- setja fram helstu atriði æfingar og niðurstöður í skýrslu þar sem fram koma helstu mæliniðurstöður, útreikningar og línurit
- draga ályktanir af niðurstöðum rannsóknaræfinga og gera tillögur að úrbótum