Lýsing
Nemendur læra grunnatriði í vefsíðu- og apphönnun. Settar verða upp prótótýpur fyrir bæði vefsíður og símaapp. Farið verður yfir hvernig hægt að er að gera prótótýpur gagnvirkar til að sýna flæði í gegnum vefsíðu eða app. Einnig verður farið yfir mismunandi litasamsetningar á vefsíðum, forrit til að vinna með prótótýpur, hönnun vektormynda, hönnun á lógó með vektormynd og almenn myndvinnsla. Nemendur vinna lokaverkefni í áfanganum sem reynir á alla þætti sem hafa verið skoðaðir í áfanganum.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu atriði í hönnun
- flæði í gegnum mismunandi hannanir
- litavali í mismunandi hönnun
- kostum á notkun vektormynda
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- vinna með myndir í myndvinnsluforriti
- vinna með vektor myndir í myndvinnsluforriti fyrir vektor myndir
- hanna lógo í myndvinnsluforriti
- teikna upp mismunandi hannanir í viðeigandi forriti
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- setja upp prótótýpu fyrir vefsíðu eða app
- gera prótótýpu gagnvirka með flæði í gegnum vefsíðu eða app
- hanna lógó frá grunni