ÚTIV1RK02 - Útivist - Rötun, ferðaskipulag, kortalestur
Undanfari : Enginn
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Markmiðið er að kynna þá náttúru og sögu sem Reykjanesið hefur uppá að bjóða. Stuttir fyrirlestrar þar sem farið verður yfir útbúnað í gönguferðum og á fjöllum, öryggisatriði í gönguferðum s.s. kennsla á áttavita/gps tæki og að lesa úr kortum og umgengni um náttúruna. Farið verður í fimm göngur á Reykjanesskaganum. Göngurnar eru mis langar og verða farnar á föstudögum eftir að kennslu lýkur eða á laugardögum. Til þess að standast áfangann þarf að mæta í 4-5 i göngur og skila göngudagbók eftir hverja ferð.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- klæðnaði sem hentar til útivistar í íslenskri veðráttu
- öryggisatriðum í sambandi við fjallgöngur s.s. veðurspá, virkni áttavita og GPS tækja
- gönguleiðum á Reykjanesskaganum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- glíma við útiveru við mismunandi aðstæður
- takast á við aðstæður sem reyna á þol og styrk
- vinna saman, vera hvetjandi og sýna tillitssemi gagnvart öðrum göngufélögum
- geta nýtt sér áttavita, kort og gps tæki
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- meta eigið þol og styrk með tilliti til gangna
- nota útivist sér til ánægju og heilsubótar
- taka þátt í göngum og útivist við mismunandi aðstæður og veðurfar
- útbúa sig varðandi nesti, klæðnað og annan útbúnað fyrir dags gönguferðir