UPPL2TU05 - Tölvunotkun og upplýsingatækni 1
Undanfari : Enginn
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Í áfanganum kynnast nemendur og læra að nota fjölbreyttan hugbúnað og samskiptatæki og vinna með upplýsingar á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu. Markmið námsins er því að stuðla að færni þátttakenda í fjölbreyttu náms- og starfsumhverfi með hjálp upplýsingatækni. Í náminu er einnig lögð rík áhersla á sjálfstæð og vönduð vinnubrögð og að námið nýtist sem góður undirbúningur fyrir t.d. störf í verslun og þjónustu. Farið verður yfir helstu póst- og samskiptaforrit og forrit sem tengjast glærugerð, ritvinnslu og töflureiknum sem og notkun leitarvéla og gagnabanka.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- mikilvægi fingrasetningar á hnappa- og númeraborð og réttrar vinnustöðu við tölvu
- helstu samskiptatækjum og hugbúnaði
- algengustu forritum skrifstofuhugbúnaðar svo sem glærugerð, ritvinnslu og töflureikni
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nota rétta fingrasetningu á hnappa og númeraborð
- nota tölvupóst og samskiptanet á markvissan hátt
- nota helstu forrit sem tengjast glærugerð, ritvinnslu og töflureiknum
- nota leitarvélar, gagnabanka og netaorðabækur
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- meta, varðveita og miðla upplýsingum á skipulagðan og skilvirkan hátt
- vinna með gögn í mismunandi hugbúnaði og miðla þeim á mismunandi hátt eftir umfangi og eðli gagnanna