UPPL2RT05 - Tölvunotkun og upplýsingatækni 2
Undanfari : UPPL2TU05
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Í áfanganum er leitast við að búa nemendur undir frekara nám og/eða krefjandi störf á vinnumarkaði. Nemendur fá þjálfun í að meðhöndla texta og töluleg gögn, móta þau og setja fram á læsilegan og/eða myndrænan hátt.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- öllum helstu grunnaðgerðum í helstu forritum til miðlunar á texta og tölulegum gögnum
- samþættingu gagna milli mismunandi forrita
- upplýsinga- og menningarlæsi og mikilvægi þess
- gagnagrunnum og mikilvægi þeirra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- öllum helstu grunnaðgerðum í helstu forritum til miðlunar á texta og tölulegum gögnum
- helstu grunnaðgerðum í gagnagrunni
- upplýsinga- og menningarlæsi og átti sig á mikilvægi þess
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- vinna með allar helstu grunnaðgerðir í tengslum við texta og töluleg gögn, móta þau og setja fram á læsilegan og/eða myndrænan hátt
- meta, varðveita, skapa og miðla upplýsingum og þekkingu á skipulagðan og skilvirkan hátt
- átta sig á mikilvægi menningarlæsis í tengslum við alþjóðasamskipti
- vinna með grunnaðgerðir í gagnagrunnum