UPPL1FB05 - Tölvunotkun, upplýsingatækni - Fornám B
Undanfari : UPPL1FA05
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Nemendur kynnist almennri notkun á PC-tölvum. Í áfanganum læra þeir að nota ritvinnslu- og glærugerðarforrit til samskipta og vinnu með upplýsingar og gögn á margvíslegu formi við lausn og framsetningu viðfangsefna í námi sínu til verkefnaskila. Nemendur verði færir um að vinna ritgerð með forsíðu, efnisyfirliti og heimildaskrá í sama skjali. Þeir útbúa ferilskrá og setja upp náms- og starfsumsókn í ritvinnslu. Kennd er blindskrift í vélritunarforriti á Netinu. Markmið námsins er að stuðla að færni nemenda í fjölbreyttu náms- og starfsumhverfi með hjálp upplýsingatækninnar.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- aðgerðum í helstu forritum til framsetningar og miðlunar texta
- textavinnslu og framsetningu texta
- höfundarrétti og notkun heimilda
- siðfræði og siðferði Netsins (upplýsinga- og tölvusiðferði)
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- markvissri notkun póst- og samskiptaneta
- mótun og framsetningu á texta á ýmsan hátt
- aðgerðum í helstu forritum hugbúnaðar
- meðferð heimilda og framsetningu á þeim
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- miðla, varðveita, skapa og miðla upplýsingum og þekkingu á skipulagðan og skilvirkan hátt
- vinna að mótun texta á ýmsan máta og stuðla að læsleika hans
- setja upp heimildaritgerð ásamt yfirlitum af ýmsu tagi, s.s. efnis-, mynda- og töfluyfiliti
- stunda örugg netsamskipti og sýni þar með gott siðferði