UPPE3MU05 - Uppeldisfræði - Uppeldisfræði 2
Undanfari : ?Óákveðið
Í boði
: Haust
Lýsing
Ýmsir áhrifaþættir í uppeldi verða til umfjöllunar, aðstæður íslenskra barna verða skoðaðar og hvaða úrræði standa þeim til boða sem á þurfa að halda. Fjallað verður um barnalög og barnavernd, ofbeldi og vanrækslu gagnvart börnum, uppeldi barna, svefn barna, ýmsar breytingar og álag í lífi barna og hvaða áhrif þær hafa. Sköpunargleðin fær að njóta sín sem og gagnrýnin hugsun. Kröfur eru gerðar í símatsáfanga um virkni nemenda í umræðum og verkefnavinnu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- lögum og úrræðum í boði fyrir börn
- áhrifum ofbeldis og vanrækslu á börn
- algengum uppeldisaðferðum
- jákvæðum aga
- svefni barna
- þáttum sem hafa áhrif á álag í lífi barna
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- vinna sjálfstætt og með öðrum
- beita mismunandi aðferðum við að koma þekkingu sinni á framfæri
- meta heimildir og nota þær markvisst
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- tjá sig skipulega í ræðu og riti og taka þátt í umræðum um uppeldisfræði
- geta nýtt sér bæði íslenskar og erlendar heimildir og nota þær á réttan hátt
- ástunda viðurkennd vinnubrögð og taka ábyrgð á vinnu sinni