UPFH2BÓ03 - Upplýsingaleit og fagmál heilbrigðisstétta
Undanfari : Upplýsingatækni
Í boði
: Haust
Lýsing
Nemendur kynnast fjölbreyttum möguleikum til upplýsingaöflunar, s.s. gagnasöfnum sem helst þjóna heilbrigðisstéttum, rafrænum gagnasöfnum og tímaritum á heilbrigðissviði. Áhersla er lögð á að nemandi kynnist fagmáli heilbrigðisstétta og öðlist góðan faglegan orðaforða.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- fagmáli heilbrigðisstétta.
- algengustu fagorðum sem notuð eru á hans sérsviði.
- upplýsingakerfum og vefsíðum bókasafna og stofnana á heilbrigðissviði.
- landsaðgangi Íslands að gagnasöfnum og rafrænum tímaritum.
- rafrænum gagnasöfnum og tímaritum á heilbrigðissviði.
- höfundarétti.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- afla fræðilegra upplýsinga sem varða hans svið eftir fjölbreyttum leiðum.
- nýta fjölbreytta möguleika til upplýsingaöflunar á heilbrigðissviði í gegnum vefinn.
- meta upplýsingagildi og áreiðanleika upplýsinga.
- leita að helstu fagorðum á hans sérsviði.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skilja fagmál heilbrigðisstétta.
- útbúa fræðslu- og kynningarefni fyrir sjúkling sem hefur tiltekna tegund fótameina.
- nota fjölbreyttar aðferðir við að leita sér fræðilegra upplýsinga sem varða hans sérsvið.
- útbúa og leggja fram fræðslu- og kynningarefni.