TRÉS1HV08 - Trésmíði og handavinna

Undanfari : ?Óákveðið
Í boði : Haust

Lýsing

Í áfanganum eru kennd grunnatriði trésmíða með áherslu á þekkingu og færni. Farið er yfir eðliseiginleika viðar. Unnið með mismunandi trésamsetningar og notkunarmöguleika timburs. Nemendur læra að nota hefilbekki með áherslu á góða vinnuaðstöðu. Unnið er með helstu handverkfæri ásamt kynningu á loft og rafmagnshandverkfærum. Kennslan byggist að hluta á fyrirlestrum þar sem kennari útskýrir grunnatriði fyrir nemendum en stærsti hlutinn eru fjölbreytileg smíðaverkefni sem byggja á markmiðum áfangans.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • umgengni og notkun rafmagnshandverkfæra og öðrum handverkfærum
  • öryggisþáttum og viðhaldi rafmagnshandverkfæra
  • vinnuaðstöðu og vinnumhverfi
  • algengasta smíðavið og smíðisfestingum
  • helstu eðliseiginleikum viðar og þurrkun timburs
  • flokkun og merkingum timburs eftir styrk og útliti
  • smíðisfestingum sem notaðar eru í trésmíði
  • meðferð, notkunarsviðum og virkni einstakra handverkfæra
  • uppbyggingu og notkun helstu rafmagnshandverkfæra
  • áhöldum til mælinga og uppmerkinga
  • mismunandi gerðum hverfisteina, smergela og brýna
  • öryggisreglum einstakra hand- og rafmagnshandverkfæra
  • einstökum samsetningum og notkunarsviði þeirra
  • þvingum og vinnuaðferðum við samsetningar í trésmíði
  • algengustu gerðum og notkunarsviðum viðarlíms
  • nöglum og skrúfum og notkun þeirra í trésmíði
  • öryggisreglum fyrir meðferð og notkun einstakra límtegunda
  • helstu lofthandverkfærum sem notuð eru í trésmíði
  • öryggisreglum og öryggisbúnaði við notkun loftverkfæra
  • uppbyggingu og notkunarsviðum helstu lofthandverkfæra
  • stillingum og fyrirbyggjandi viðhaldi lofthandverkfæra
  • virkni og fyrirbyggjandi viðhaldi á mismunandi loftpressum


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • nota áhöld til mælinga og uppmerkinga
  • nota mismunandi tegundir verkfæra
  • nota algengustu hand- og rafmagnshandverkfæri
  • leggja á og brýna algengustu handverkfæri
  • nota helstu trésamsetningar við einfalda trésmíði
  • lesa merkingar og flokka efni með tilliti til útlits og styrks


Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • aðlaga sig að mismunandi vinnuumhverfi
  • velja smíðavið fyrir einstök verkefni og rökstyðja valið
  • flokka timbur með hliðsjón af leiðbeiningum
  • beita vinnuskipulagi í trésmíði og fylgja aðgerðalista við vinnu
  • ganga úr skugga um gæði smíðishluta fyrir samsetningu
  • nota þvingur markvisst til að fá smíðishlut réttan í límingu
  • mæla og taka úr fyrir smíðisfestingum og setja endanlega upp