Lýsing
Farið er í mismunandi nethögun (Topology) tölvulagna og helstu íhluti staðar- og víðneta, mismuninn á notkun beinna og krossaðra tengisnúra við tengingu mismunandi netíhluta. Nemendur læra um OSI og TCP/IP líkönin, IP-vistföng, MAC-vistföng o.fl. Markmið áfangans er að gera nemendur færa um að tengja útstöðvar við staðarnet sem og setja upp víðnetsstillingar. Nemendur læra einnig einfaldar aðferðir við að rekja bilanir á netsamböndum.
Áhersla er lögð á að nemendur tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð og læri að skipuleggja vinnutíma sinn og forgangsraða viðfangsefnum eftir mikilvægi þeirra. Æskilegt er að nemendur geti nýtt fyrri reynslu, þekkingu og skilning við úrlausn nýrra verkefna.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- helstu hugtökum er tengjast netkerfum
- mismunandi nethögun (Topology)
- IP–vistföng, (IP address, Subnetmask, Default gateway, Nameserver) og muninn á notkun MAC-vistfangs og IPvistfangs
- stigskiptingu netkefis
- notkun beinna og krossaðra tengisnúra við tengingu mismunandi netíhluta.
- einföldum aðferðum til að rekja bilanir á netsamböndum (ping, ipconfig, tracert o.fl.)
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- tengja útstöð við staðarnet
- setja upp víðnetsstillingar
- búa til tengisnúrur fyrir net, bæði beina og krossaða
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- setja upp, tengja og viðhalda internetsambandi á heimilum
- setja upp og hafa umsjón með um netumhverfi í litlu fyrirtæki
- framkvæma einfalda bilanaleit á netsambandi