Lýsing
Í áfanganum kynnast nemendur virkni undirstöðueininga einkatölvu svo sem örgjörva, rásasetti, tengiraufum, minni, einstökum stýringum á móðurborði, diskastýringum og inn og úttakstengjum. Fjallað er um tækniupplýsingar og val á tæknibúnaði í samræmi við þær. Áhersla er lögð á að nemendur fái innsýn í samvirkni helstu jaðartækja sem notuð eru með einkatölvum. Nemendur vinna ýmis verkleg og bókleg verkefni til að ná þessari þekkingu.
Mikilvægi net- og upplýsingaöryggis er kynnt fyrir nemendum, bæði ógnum og vörnum við þeim.
Í lok áfangans eiga nemendur að kunna skil á helstu einingum tölvunnar, samskiptum þeirra innbyrðis og við jaðartæki, vera fær um að koma fyrir, tengja og setja upp algengan búnað í tölvu auk þess að tengja og setja upp jaðartæki. Nemendur læra um mikilvægi varna gegn ytri og innri ógnunum og að geta meðhöndlað íhluti tölvunnar á réttan hátt.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- virkni undirstöðueininga s.s. örgjörva, rásasetta, tengiraufa, minnis, einstakar stýringar á móðurborði, hlutverk BIOS, diskastýringar, inn- og úttakstengi
- mismunandi jaðartækjum sem tengjast við tölvur
- áhrifum stöðurafmagns og spennutruflana á tölvuíhluti
- talnakerfum og rökrásum
- vörnum gegn stöðurafmagni og spennutruflunum
- helstu net- og upplýsingaöryggisógnum
- aðferðum til að verjast öryggisógnum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- færa tölur á milli talnakerfa
- teikna upp einfaldar rökrásir
- skilja einfaldar rökrásamyndir
- taka í sundur og setja saman fartölvur
- höndla ýmis handverkfæri
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skilja tengingar og uppbyggingu vélbúnaðar í tölvu
- velja rétta íhluti og skipta um þá.
- útbúið sannleikstöflur rökrása
- skilja ýmsar tegundir net- og upplýsingaógna