ÞÝSK1ÞT05 - Þýska - Þýska 3
Undanfari : ÞÝSK1ÞS05
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Viðfangsefni undanfara áfanga eru rifjuð upp. Áfram er unnið að því að þjálfa lesskilning, hlustun, tal og ritun. Textar verða lengri og fjölbreyttari. Orðaforði er aukinn, ný málfræðiatriði eru þjálfuð. Að mestu er lokið við að fara yfir grundvallaratriði þýska málkerfisins. Frásagnir í nútíð og þátíð eru þjálfaðar munn- og skriflega. Áfram er unnið að því að kynna þýskumælandi svæði og menningu þeirra. Nemendur eru þjálfaðir skipulega í að nýta sér ýmis hjálpargögn, s.s. orðabækur, málfræðibækur og netið
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- orðaforða sem þarf til að mæta hæfiviðmiðum þrepsins
- grundvallaratriðum þýska málkerfisins
- einföldum samskiptum í mæltu og rituðu máli
- þýskumælandi svæðum og menningu þeirra
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skilja talað mál um almenn og sérhæfð kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt
- skilja texta um almenn og sérhæfð efni sem fjallað er um í áfanganum
- taka þátt í almennum samræðum um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á og nota málsnið við hæfi
- fylgja söguþræði í einföldum bókmenntatexta
- segja frá í nútíð og þátíð
- geta ritað stutta, einfalda, samfellda texta í nútíð og þátíð
- nýta sér ýmis hjálpargögn
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skilja talað mál um kunnuglegt efni í fjöl- og myndmiðlum ef talað er hægt og skýrt
- tileinka sér aðalatriðin í stuttum og einfölduðum rauntextum
- tjá skoðanir sínar og hugsanir á einfaldan hátt
- rita stutta, einfalda og samfellda texta um kunnuglegt efni í nútíð og þátíð
- lesa einfaldan bókmenntatexta