ÞÝSK1ÞS05 - Þýska - Þýska 2
Undanfari : ÞÝSK1ÞO05
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Viðfangsefni undanfarans eru rifjuð upp. Áfram er unnið að því að þjálfa nemendur enn frekar í framburði, lesskilningi, hlustun, tali og ritun. Orðaforði er aukinn og ný málfræðiatriði þjálfuð. Nemendur þjálfast m.a. í að tjá sig um liðna atburði og bjarga sér við einfaldar, hversdagslegar aðstæður
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- þeim orðaforða sem þarf til að geta lesið, hlustað á, skilið og rætt um einföldustu atriði
- helstu grundvallarþáttum þýsks málkerfis
- Þýskalandi, þýskumælandi löndum og einstökum þáttum þýskrar menningar
- einföldum samskiptum og tjáningu í mæltu og rituðu máli
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er hægt og skýrt, t.d. einfaldar leiðbeiningar, upplýsingar og fyrirmæli
- skilja einfalda texta af ýmsu tagi í nútíð og núliðinni tíð
- fylgja söguþræði í einföldum bókmenntatexta
- afla sér einfaldra, hagnýtra upplýsinga og taka þátt í einföldum samræðum um efni sem hann þekkir með því að beita málsniði við hæfi
- geta tjáð sig á einfaldan hátt um tilfinningar og viðhorf
- geta ritað stutta texta í nútíð og núliðinni tíð
- geta dregið sjálfur ályktanir um málfræðilegar reglur og notkun þeirra
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skilja talað mál um kunnuglegt efni
- skilja meginatriði texta sem innihalda algengan orðaforða
- tjá sig munnlega við tilteknar aðstæður og beita viðeigandi málsniði
- miðla á einfaldan hátt eigin þekkingu, skoðunum, tilfinningum og persónulegri reynslu
- rita einfalda texta um málefni og atburði í nútíð og núliðinni tíð
- nota rök– og gagnrýna hugsun