TEXT2FY05 - Textílhönnun - Fylgihlutir

Undanfari : ?Óákveðið
Í boði : Haust

Lýsing

Nemendur hanna fylgihluti, t.d. töskur, klúta, skartgripi eða höfuðföt.


Nemandi skal hafa þekkingu og skilning á:

  • þýðingu fylgihluta sem hluta af alklæðnaði
  • nemendur skoða fylgihluta frá ýmsum tímabilum í sögunni
  • nemendur fá þjálfun í að hanna og gera fylgihlut út frá eigin forsendum
  • nemendur hanni fylgihlut með notagildi í huga
  • nemendur nota pappír og fleira til að móta fylgihlut


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • gera tilraunir með mismunandi form
  • geta nýtt sér hugmyndafræði úr sögunni til gagnasöfnunar
  • geta unnið tilraunavinnu út frá gagnasöfnun
  • geta mótað nothæfan fylgihlut úr textíl


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér:

  • að geta hannað sinn eigin fylgihlut
  • að geta nýtt sér hinar ýmsu aðferðir í textílmennt til að setja saman fylgihlut
  • að geta samið og útbúið einfalda en vandaða verklýsingu
  • að geta tamið sér vönduð vinnubrögð