TEXT2BH05 - Textílhönnun - Búningahönnun
Undanfari : FATA1SH05
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Í áfanganum fá nemendur fá innsýn í feril búningagerðar fyrir gefið sviðsverk. Gagnasöfnun er framkvæmd með upplýsingaleit í bókasöfnum og /eða á neti. Hugmyndakort og unnið með samsetningu skissa, úrklippa, útprents og stikkorða. Tillögur að búningi á ákveðna persónu eru skissaðar og settar upp í vinnubók. Grunnsnið er unnið út frá tilbúnu sniði og það lagað að hugmynd nemandans. Prufuflík er mótuð út frá sniði, gjarna á gínu. Leitast er eftir að útvega viðeigandi textílefni í einfaldan búning, annað hvort á heila gínu, persónu eða sem hluta af búningatillögu. Vettvangsferðir eru farnar og sýning verður á verkum nemenda
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- gagnasöfnun í formi þankahríðar og gerð hugmyndaspjalds út frá gefnu þema
- hvernig afla má upplýsinga út búningasögu yfir ákveðin, afmörkuð tímabil
- upplýsingaöflun varðandi sviðverk það sem skal unnið með
- mikilvægi textílefna í búningagerð
- orðaforða búningahönnunar í víðustu merkingu þess
- geta unnið með skýringarmyndir og vinnulýsingar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- móta tillögu að búningi fyrir ákveðið sviðsverk
- taka upp snið úr sniðablaði eða bók og móta eftir eigin hugmyndum
- sníða einfalda flík eða hluta af flík og sauma saman svo úr verði nothæf heild
- máta snið og breyta því eftir þörfum
- nota orðaforða greinarinnar við notkun vinnulýsinga
- setja búningahönnun sína fram, í tengslum við sviðsmynd, t.d. með skissu eða mótun af sviði og búningi í pappír
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- fullvinna búning frá hugmynd að fullunnu verki
- skila af sér skilmerkilegri hugmyndavinnu og vinnulýsingu svo hægt sé að fara eftir henni
- vinna hönnun sína út frá heild og/eða sögu
- skila frá sér fullunnu verki með vinnuteikningum og vönduðum