TEIK2HS05 - Teikningar og verklýsingar í húsasmíði 1
Undanfari : GRTE1FF05
Í boði
: Haust
Lýsing
Í áfanganum læra nemendur grunnatriðin í lestri byggingauppdrátta og fá þjálfun í að teikna verkstæðisunna byggingahluta með áherslu á glugga, hurðir, innréttingar og stiga. Fjallað er um muninn á aðal- og séruppdráttum, mælikvarða þeirra, tilgang og einkenni. Gerð er grein fyrir hönnunarforsendum í byggingarreglugerð, stöðlum, verklýsingum og lögð áhersla á að þjálfa notkun og skilning á hvers konar verkgögnum sem tengjast verkstæðisunnum byggingarhlutum úr tré og tréefnum. Mikilvægt er að nemendur þjálfist í gerð rissteikninga við útfærslur deililausna og geri einfalda efnislista og kostnaðarútreikninga á grundvelli verkupplýsinga. Áfanginn er bæði ætlaður húsa- og húsgagnasmiðum og byggist aðallega á verkefnavinnu, útskýringum og umfjöllun kennara eftir því sem þörf er á. Mikilvægt er að nemendur tileinki sér sjálfstæð vinnubrögð við upplýsingaleit og gagnaúrvinnslu.
Áfanginn er ætlaður húsasmiðum og byggist á verkefnavinnu með leiðsögn kennara.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- uppbyggingu á gluggum og hurðum
- helstu hugtökum og málum á gluggum og hurðum
- hugtökum og grunnatriðum við útreikning og teikningu stiga
- helstu atriðum og stöðlum er varðar skipulag eldhúss
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- teikna upp einfaldar vinnuteikningar og sneiðmyndir (deili) af gluggum og hurðum
- teikna upp snúinn stiga
- teikna upp einfalda eldhúsinnréttingu
Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- lesa teikningar er varða samsetningu glugga og hurða og vinna efni í glugga- og hurðarkarma
- aðstoða við uppsetningu á steyptum stiga
- aðstoða við uppsetningu á eldhúsinnréttingu