TEIK2HH05 - Teikningar og verklýsingar í húsasmíði 2

Undanfari : GRTE1FF05 eða GRTE1FÚ05
Í boði : Haust

Lýsing

Nemendur fá áframhaldandi þjálfun í lestri og gerð byggingateikninga en nú með áherslu á timburhús og þakvirki. Haldið er áfram umfjöllun um almenna byggingauppdrætti en samhliða koma einnig burðarvirkisuppdrættir þar sem m.a. er komið inn á ýmiss konar álag á byggingar og brunahönnun. Fjallað er um algengustu útfærslur burðarvirkja úr tré, byggingatæknilegar lausnir, hönnunarforsendur, verklýsingar með tilliti til m.a. efniskrafna og einangrunar. Nemendur kynnast mátkerfi fyrir byggingariðnaðinn og fá þjálfun í gerð efnislista og kostnaðarútreikninga á grundvelli hönnunargagna. Áfanginn er ætlaður húsasmiðum og byggist á verkefnavinnu með leiðsögn kennara.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • uppbyggingu timburhúsa


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • geti teiknað og málsett einfaldar teikningar timburhúsa


Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • teikna í ýmsum mælikvörðum
  • lesa og fara eftir teikningum við smíði timburhúsa