TEIK1TE05 - Teikning - Myndlist

Undanfari : Enginn
Í boði : Alltaf

Lýsing

Í áfanganum vinna nemendur að hugðarefnum sínum hvort sem það er í formi teikningar og/eða málunar

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • grunnþáttum í myndlist
  • notkun teikniáhalda og virkni þeirra
  • grunnþáttum formfræði og teikningar
  • blöndun grunnlita

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • fríhendis teikningu og/eða málun
  • að greina hlutföll forma og hluta

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • nýta reglur og form í eigin listsköpun
  • vinna á persónulegan hátt með eigin hugmyndir og útfæra í myndverk
  • byggja upp myndverk