TEIK1PL04 - Teikningar og verklýsingar í pípulögnum 1
Undanfari : GRTE1GN04
Í boði
: Haust
Lýsing
Í áfanganum tileinka nemendur sér undirstöðuþætti lagnateikninga fyrir heitt og kalt vatn innanhúss. Þeir læra að lesa lagnateikningar af slíkum kerfum og teikna bæði flatar- og rúmmyndir. Kennd eru grunnatriði uppdrátta fyrir smærri vatnslagnakerfi í íbúðarhús, tákn og teiknistaðlar. Nemendur læra að tengja lagnauppdrætti við hönnunarforsendur vatnslagnakerfa samkvæmt byggingareglugerð og stöðlum, helstu fagheiti, efnisnotkun, málsetningar m.m. Komið er inn á verklýsingar fyrir smærri lagnakerfi og nemendur gera efnislista á grundvelli lagnauppdrátta. Kennslan byggist að miklu leyti á verkefnum þar sem reynt er að tengja saman gerð lagnauppdrátta, verkgögn og hönnunarforsendur.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- útfærslum smærri lagnakerfa fyrir heitt og kalt vatn innanhúss
- ákvæðum byggingareglugerðar um lagnir fyrir heitt og kalt vatn
- íslenskum stöðlum um lagnakerfi fyrir heitt og kalt vatn
- stöðlum um mannvirkja- og tækniteikningar sem tengjast lagnauppdráttum
- tæknilegum útfærslum vegna einangrunar og brunavarna
- öllum gerðum uppdrátta og teikninga og teiknitáknum fyrir vatnslagnir
- fagheitum og efnisnotkun í lagnateikningum fyrir heitt og kalt vatn
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nota Rb-blöð við hönnun og teikningar
- lesa og vinna með teikningar af vatnslögnum innanhúss
- lesa og skilja merkingar á teikningum og meðfylgjandi verklýsingar
- beita reglum um blaðstærðir, mælikvarða og teikniáhöld
- beita teiknireglum fyrir teikningu neysluvatns- og hitalagna
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- gera einfalda verklýsingu með hliðsjón af lagnauppdrætti
- gera efnisáætlanir fyrir einföld lagnakerfi
- teikna einföld lagnakerfi fyrir heitt og kalt vatn í íbúðarhúsnæði
- gera fríhendisrissmyndir, flatar- og rúmteikningar af lagnakerfum
- gera deiliuppdrætti af lagnakerfum fyrir heitt og kalt vatn innanhúss