TÆKV2AA05 - Taekwondo 2 - Afreksíþróttalína

Undanfari : ?Óákveðið
Í boði : Haust

Lýsing

Áhersla er lögð á einstaklinginn til að auka færni hans í taekvondo. Æft er með álagi afreksíþróttamanns með miklum og vel skipulögðum æfingum. Fróðleikur í formi fyrirlestra til að fræða íþróttamanninn og gera hann betur í stakk búinn til þess að ná árangri í íþróttinni. Áfanginn er bóklegur og verklegur.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • leikfræðum íþróttarinnar
  • tækniatriðum íþróttarinnar
  • grunnreglum íþróttarinnar
  • mikilvægi aga og ábyrgðar afreksíþróttamanns til að ná árangri í íþróttinni.


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • stunda taekwondo
  • framkvæma helstu tækniþætti í greininni


Nemandi skal geta hagnýtt þá þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • bæta sig sem taekwondomaður
  • auka tæknilega færni í íþróttinni
  • bæta líkamlegt ástand til að standast þær kröfur sem íþróttin gerir
  • tileinka sér lífsstíl í samræmi við kröfur afreksíþróttamanna
  • setja sér raunhæf markmið á sviði allra þátta er tengjast íþróttinni