Lýsing
Nemendur þjálfist í notkun á fimm mismunandi suðum og læri á þann suðubúnað sem þarf til þess að geta soðið í nokkrum suðustöðum. En þær eru standandi kverksuða (PB), lóðrétt stígandi (PF), liggjandi V-fúga (BW), veggsuða, hliðarsuða (PC). Nemendur læra að sjóða saman járn, ryðfrítt stál, kopar og ál. Jafnframt er fjallað um gastegundir sem tilheyra hverri suðuaðferð. Nemendur tileinki sér þau öryggisatriði sem til er ætlast af þeim við suðu og temji sér vönduð vinnubrögð
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- búnaði sem nemandi er að nota
- gastegundum sem notaðar eru hverju sinni
- að greina einfalda suðugalla
- nokkrum tegundum málma sem verið er að vinna með
- suðubúnaðinum sem verið er að nota og notagildi hans
- þeim öryggisatriðum sem til er ætlast við suðu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- sjóða saman einfalda hluti
- sjóða með fimm einföldum suðuaðferðum
- stilla búnað, skipta um suðuvír í MIG-MAG suðuvél og velja réttan vír
- sjónskoða suður og dæma um hvort þær séu góðar
- sjóða í fimm suðustöðum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- sjóða saman nýtanlega hluti sem litlar kröfur eru gerðar til
- sjóða ákveðna tegund af suðu undir eftirliti
- stundi vönduð vinnubrögð við alla þætti verksins