STJÖ2AL05 - Stjörnufræði - Alheimurinn
Undanfari : STÆR2AH05 eða STÆR2AR05
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Viðfangsefni áfangans er stjörnuhiminninn og þau fyrirbæri sem þar finnast. Efnisatriði eru: stjörnuathuganir, stjörnuhiminninn, stjörnuhnit, tímatalskerfi, birtustig, innri gerð sólarinnar, ævi sólstjarna, HR-graf, stjörnuleifar, vetrarbrautir, rauðvik, heimsfræði og Miklihvellur
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- innri gerð og þróun sólstjarna
- grunnþáttum stjörnuathugana
- grunnstoðum heimsfræðinnar
- eiginleikum vetrarbrauta
- ólíkum stjörnuleifum og eiginleikum þeirra
- upphafi og mögulegum endalokum alheimsins
- samsetningu alheimsins (hulduefni og hulduorku)
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- finna stað á hvelfingunni út frá stjörnuhniti
- mæla stjörnuhnit stjörnu
- finna hágöngu- og lággönguhæð stjörnu
- finna dagsetningu hágönguhæðar
- reikna raunbirtu út frá sýndarbirtu
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- sýna sjálfstæð og öguð vinnubrögð í upplýsingaöflun, mati, úrvinnslu og framsetningu
- mynda sér heildstæða sýn á heimsmynd nútímans
- stunda stjörnuathuganir með litlum stjörnusjónauka