STAÞ3HU30 - Starfsþjálfun á vinnustað 1 - Húsasmíði

Undanfari : ?Óákveðið
Í boði : Haust

Lýsing

Í þessum áfanga fara nemendur í starfsþjálfun á vinnustað og er nemendinn á einum eða fleiri vinnustöðum í þessari starfsþjálfun. Nemandinn á að vinna við sem fjölbreyttasta verkþætti á vinnustað og skal öðlast þjálfun, leikni og hæfni í að vinna við verkþættina. Eftirfylgni með vinnu nemandans á tilgreindum verkþáttum á að vera með ferilbók sem meistari og nemandi fylla inn í eftir framvindu. Skólinn hefur eftirlit og umsjón með starfsþjálfun nemanda hverju sinni og staðfestir starfsþjálfun nemanda með undirskrift sinni í ferilbók nemanda. Lengd starfsþjálfunar er 18 vikur.


Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • velja sér námsbraut innan bygginga‐ og mannvirkjagreina á grundvelli þekkingar
  • takast á við frekara nám innan bygginga‐ og mannvirkjagreina hvort heldur er í skóla eða sem nemi á vinnustað


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • lesa og greina einfaldar teikningar, verklýsingar og önnur verkgögn beita algengustu áhöldum og tækjum innan atvinnugreinarinnar
  • fara vel með tæki og tól og nýta vel efni sem unnið er með
  • gæta öryggis síns í og á vinnustað
  • ganga fagmannlega frá í kennslustofu og á vinnustað fara eftir leiðbeiningum kennara og verkstjóra


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • sinna störfum og starfsumhverfi innan bygginga‐ og mannvirkjaiðnaðar
  • kunna skil á ýmsum námsleiðum að loknu námi
  • nýta algengustu áhöld og tæki innan atvinnugreinarinnar
  • þekkja skil á helstu efnum sem unnið er með í bygginga‐ og mannvirkjaiðnaði
  • fylgja öryggisráðstöfunum á vinnustað og mikilvægi heilsuverndar mikilvægi umhverfisverndar í atvinnugreininni
  • skilja mikilvægi góðra samskipta og samvinnu á vinnustað
  • sinna borgaralegum réttindum sínum og skyldum
  • kunna skil á skipulagi íslensks samfélags og vinnumarkaðar