STAR1SH05 - Starfsnám - Með áherslu á starfsheiti (ST)

Undanfari : Enginn
Í boði : Alltaf

Lýsing

Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Áhersla verður á að efla þekkingu nemenda á mismunandi starfsheitum. Einnig verða kynntar ýmsar atvinnugreinar og nemendum gefið tækifæri til að máta sig við þær, miðla eigin reynslu og verða upplýst um mismunandi starfsheiti.

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • fjölbreyttum starfsheitum
  • fjölbreyttum vinnustöðum
  • mikilvægi þess að fara út á vinnumarkaðinn að skóla loknum

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • tengja viðgeigandi starfsheiti við vinnustaði
  • taka þátt í umræðum um ákveðin starfsheiti
  • sækja sér upplýsingar um ný og framandi starfsheiti

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • þekkja mismunandi starfsheiti og átta sig á hlutverkum sem í þeim felst
  • átta sig á mismunandi kröfum og/eða menntun sem liggja að baki ýmissa starfsheita

Áfangi á starfsbraut