STAR1NS05 - Starfsnám - Með áherslu á nýsköpun (ST)
Undanfari : Enginn
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Ný menntastefna er höfð til grundvallar og grunnþættir menntunar eru hafðir að leiðarljósi. Í áfanganum er lögð áhersla á að efla skilning og þekkingu nemenda á því hvernig einyrkjastarfsemi og fyrirtæki eru skipulögð, búin til og rekin. Að nemendur átti sig á mikilvægi viðskiptaáætlana og öðlist þá grunnkunnáttu sem þarf til að búa til slíkar áætlanir. Að nemendur geti fylgt eftir og þróað viðskiptahugmynd og komið henni í framkvæmd í þeim tilgangi að skapa sér atvinnu.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- hugtakinu einyrkjastarfsemi
- hugtakinu fyrirtæki
- hugtakinu viðskiptaáætlun
- hvernig þörf fyrir þjónustu og/eða vöru er metin
- jafnrétti í samskiptum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- gera þarfagreiningu
- nota hugarflug til að skapa nýjar hugmyndir – hugsa á skapandi hátt
- skiptast á skoðunum til að auka hugmyndaflæði
- vinna með öðrum í hópi að eigin og annarra hugmyndum
- búa til viðskiptaáætlun
- setja sér raunhæf markmið
- útskýra og rökstyðja verkefnið sitt
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- koma hugmyndum sínum um verkefni í framkvæmd
- sýna frumkvæði og skapandi hugsun
- skapa sér atvinnutækifæri
- vera virkur í samstarfi við aðra
- vera virkur og ábyrgur þátttakandi í samfélaginu
Áfangi á starfsbraut