STÆR3ÞR05 - Stærðfræði - Þrívíð rúmfræði
Undanfari : STÆR3DF05
Í boði
: Alltaf
Lýsing
Meginefni áfangans er þrívíð rúmfræði, með og án hnitakerfis og keilusnið. Fylki og fylkjareikningur. Helstu efnisatriði eru: Þrívíð rúmfræði, margflötungar, vigrar í þrívídd og hnit þeirra, jöfnur og stikaform sléttu, línu og ferla, lausnir á jöfnum, horna- og fjarlægðarreikningar, rúmmálsreikningar og vigurfeldi, keilusnið, jöfnur þeirra og speglunareiginleikar. Helstu reiknireglur fylkja og notkun þeirra.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- sígildri rúmfræði og tamið sér stærðfræðileg vinnubrögð
- keilusniðum og rúmfræðilegum eiginleikum þeirra
- vigurreikningi í þrívíðu rúmi
- helstu reiknireglum fylkja
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- meðhöndla punkta, línur og fleti og leysa verkefni í þrívíðri rúmfræði
- beita fylkjareikningi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- útskýra helstu sannanir sem koma fyrir í námsefni hans
- fella stærðfræðileg viðfangsefni inn í þá þekkingu og leikni sem hann býr yfir
- teikna skýringarmyndir til að glöggva sig á vandamálum sem fyrir liggja
- nýta stærðfræðileg líkön til að fást við aðrar fræðigreinar
- skilja og taka þátt í að hanna stærðfræðileg líkön sem sniðin eru að ákveðnum viðfangsefnum
- skilja að það sé ekki sjálfsagt að verkefni hafi lausnir, hvorki einföld jafna né stór viðfangsefni
- nota fylki til að leysa hagnýt verkefni