STÆR3SS05 - Stærðfræði - Strjál stærðfræði

Undanfari : STÆR3HI05
Í boði : Alltaf

Lýsing

Efnissvið áfangans eru mengjafræði, rökfræði, talningarfræði, talnafræði Fibonacci runan og tengsl hennar við gullinsnið. Náttúrlegar tölur eru sameiginlegt viðfangsefni þessara sviða. Helstu efnisatriði eru: Mengi, vensl, varpanir og helstu hugtök varðandi þessi atriði, talningarfræði, rökreglur, mótdæmi, rakning, þrepun, deilanleiki talna og frumtölur, sætiskerfi með öðrum grunntölum en 10

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • helstu mengjahugtökum og mengjareikningi
  • aðferðum úr talningarfræði
  • helstu hugtökum og aðferðum stærðfræðilegrar rökfræði
  • undirstöðuhugtökum talnafræðinnar
  • sætiskerfi með öðrum grunntölum en 10
  • stærðfræðilegri þrepun
  • Fibonacci rununni, gullinsniði og Pascal þríhyrningnum

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • beita helstu reglum um mengjaaðgerðir
  • reikna fjölda umraðana og samantekta
  • nota þrepun til að sannreyna ályktanir út frá þrepunarskilgreiningum
  • finna minnsta samfeldi, bæði með frumþáttun og reikniriti Evklíðs
  • umrita tölur í önnur talnakerfi en tugakerfið
  • rita sanntöflur og lesa úr þeim
  • nota Pascal þríhyrninginn

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • útskýra helstu sannanir sem koma fyrir í námsefni áfangans
  • fella stærðfræðileg viðfangsefni inn í þá þekkingu og færni sem hann býr yfir
  • teikna skýringarmyndir til að glöggva sig á vandamálum sem fyrir liggja
  • nýta stærðfræðileg líkön til að fást við aðrar fræðigreinar
  • skilja og taka þátt í að hanna stærðfræðileg líkön sem sniðin eru að ákveðnum viðfangsefnum
  • skilja að það sé ekki sjálfsagt að verkefni hafi lausnir, hvorki einföld jafna né stór viðfangsefni
  • skilja hvaða eiginleikar talna eru háðir talnarituninni og hverjir ekki