STÆR3FT05 - Stærðfræði - Tvinntölur og fylki

Undanfari : STÆR3HI05
Í boði : Alltaf

Lýsing

Unnið er með breiðbogaföll, diffrun og heildun þeirra. Helstu reglur varðandi þau eru sannaðar. Borin saman pólhnitakerfið og rétthyrnda hnitakerfið og jöfnur umritaðar frá öðru kerfinu yfir í hitt. Tvinntölur kynntar og unnið með helstu reiknireglur sem þar gilda. Fylkjareikningur kynntur og notkun hans, t.d. hvernig fundin er besta lína og hvernig stór jöfnuhneppi eru leyst með fylkjareikningi

Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:

  • breiðbogaföllum
  • pólhnitakerfinu
  • tvinntölum
  • 2. stigs diffurjöfnum
  • fylkjareikningi

Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • diffra og heilda breiðbogaföll
  • nota pólhnit
  • geti notað helstu reiknireglur fylkjareiknings
  • notað tvinntölur

Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • orða kunnáttu sýna og útskýra niðurstöður útreikninga sinna í samræðum um efnið við kennara og bekkjarfélaga
  • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og geta unnið með þau
  • greina frá hvar og hvernig námsþættir áfangans eru nýttir í raunverulegum aðstæðum